Bemar

Payday bókhaldskerfi

Payday bókhaldskerfi

Flytjum sjálfvirkt bókanir (reikninga) frá flestum gististaða bókunarkerfum yfir í Payday bókhaldskerfi, þú velur hvaða dag þú vilt stofna reikning í Payday en hefbundið er að það gerist á komudegi gestsins. Þú velur hvort bókanir td. frá Booking Airbnb og Expedia verði að reikning í Payday á komudegi eða allar bókanir.

Í hádegi á komudegi gestsins bíður fullfærður reikningur í Payday bókhaldi með öllum upplýsingum, allt ferlið sjálfvirkt.

Kennitölur ferðaskrifstofa og tilvísunarnúmer bókunar koma sjálfvirkt á Payday reikning, allt ferlið sjálfvirkt.

Uppsetning er aðlöguð sér að hverjum notanda og getur bókun (herbergi) raðast í herbergjaflokka eða öll herbergi geta verið sér í Payday (hvert herbergja númer með sér vörunúmer). Kennitölur og tilvísanir koma fram á Payday reikning. Hugbúnaðurinn stofnar nótu fyrir hvert herbergi (bókun) á komudegi eða þeim degi sem hentar þínum rekstri.

Reikningar geta færst sem greiddir eða ógreiddir og eins hægt að láta greiðslustöðu fylgja bókunarkerfi og merkjast þá greiddir séu þeir með Paid stöðu, eins hægt að velja að nota greiðslustöðu á núlli í bókunarkerfi til að reikningar merkist greiddir.

Fyrir stærri gististaði er boðin viðbót sem sameinar hópa td. frá ferðaskrifstofum og verður bara til einn reikningur í Payday í staðin fyrir hvert herbergi. ↓

Hefbundin reikningur hefur vörulínur á sama hátt og viðkomandi herbergjabókun ásamt því sem við á eins og nafni, kennitölu, og tilvísun.

Hópa samantekta reikningur sýnir eitt heildar verð ásamt sér vörulínu fyrir gistináttaskatt sem er undanþegin virðisauka. Nánari útskýringar innihalda fjölda herbergja í hverjum flokk, herbergjanúmer, master gest og hans herbergi, komu og brottfara dag ásamt því sem við á eins og nafni, kennitölu, og tilvísun.

ATH Hópabókanir geta vistast sem drög ef hentar að vinna nánar með hóp og þá td. ef bókun hefur ekki stöðu greitt í bókunarkerfi.

Innifalið í mánaðargjaldi er dagleg samkeyrsla á milli kerfanna ásamt hefbundnu eftirliti (öryggisafritun af færslum) og smærri breytingar og lagfæringar.

Bemar notar API/JSON tengingu, forritaskil (API) er innifalið í “Allur pakkinn” hjá Payday.

Til að fá þitt bókunarkerfi samtengt Payday bókhaldskerfi vinsamlega hafðu samband, bemar@bemar.is