Bemar

Um Bemar

Bemar var stofnað 1990, fyrstu 9 árin var aðaláhersla lögð á almenna rafþjónustu við stærri fyrirtæki og stofnanir. Árið 1999 var hafin innflutningur á ýmsum tæknivörum allt frá tölvu- og símalagnavörum upp í stærstu lyftur, hélt fyrirtækið meðal annars fyrirlestra og kynningar fyrir rafiðnaðarmenn um nýjungar í fjarskiptalögnum. 2007 er ákveðið að selja verslunarrekstur og tengda þjónustu og hefjast handa við uppbyggingu á því fyrirtæki sem Bemar er í dag, aðaláhersla er lögð á að annast rafræn tæknimál fyrirtækja. Þar er helst horft til vefsíðugerðar bókunarkerfa og hýsingar ásamt annarri tækni sem fer um internetið.

Bemar var fyrstu árin í eigin húsnæði að Skipholti 29 árið 2000 keypti Bemar Hamarshöfða 1 og flutti starfsemi sína þangað. Fyrirtækið er enn til húsa í Hamarshöfða 1 en áhersla er lögð á að internetið er okkar stærsta og helsta útibú þar sameinumst við sem störfum hjá Bemar og höfum samskipti við okkar viðskiptavini, á internetinu er einnig öll okkar þjónusta og allar okkar vörur. Til að geta veitt allar helstu tæknilausir þá er nauðsynlegt að hafa trausta samstarfsaðila og höfum við unnið markvist að því að byggja upp slíka samvinnu og höfum þegar hafið reglubundið samstarf við öflug hugbúnaðarfyrirtæki. Helstu höfuðstöðvar eru staðsettar í Evrópulöndum og Bandaríkjunum en öll þessi fyrirtæki eru fyrst og fremst að vinna án landamæra á internetinu. Allar vörur og þjónusta Bemar er eins og kallað er í skýinu (Cloud computing), hægt að nálgast allar upplýsingar og framkvæma alla vinnu hvar sem er og hvenær sem er.

Þjónusta og eftirlit er allan sólarhringinn allt árið, hefbundin samskipti og þjónusta er veitt um vefpóst og síma á virkum dögum. Fyrir utan hefbundna opnun eru beiðnir sem geta beðið látnar bíða næsta virka dags öðrum er sinnt eins fljótt og mögulegt er þó þjónusta sé að öllu jöfnu hægari en á virkum dögum.

Lykilstarfsmenn: 

Bjarni Heiðar Matthíasson
framkvæmdastjóri / kerfisstjóri
Sími 511 1128

Elsa Bjarnadóttir
web developer / design
Sími 511 1128

María Halldórsdóttir
skrifstofustjóri / almenn viðskiptavina þjónusta
Sími 511 1128

Andrea Bjarnadóttir
kerfisumsjón / almenn viðskiptavina þjónusta
Sími 511 1128

Húsnæðin sem hýsa Bemar vélbúnað (netþjóna) eru eins fullkomin gagnaver og vel útbúin og kostur er. Húsnæðin eru ekki bara byggð til að þola jarðskjálfta og verstu veður heldur eru að auki bæði með vara rafstöðvar og varaaflgjafa ásamt fullkomnu öryggiskerfi og allir sem ganga um tæknisali þurfa að slá inn öryggisnúmer og standast fingrafara samanburðar próf.

gagnavers_skipurit