Algengast er að nota Google vefpóst með Workspace skrifstofu og mynda pakka. Innskráning er um Google póst app eða frá þínum vef með því að bæta gmail fyrir aftan, https://þittlén.is/gmail
–
–
ATH eldri vefpóstur, tengi upplýsingar.
Hægt er að tengjast hvar sem er, þú þarft bara að vita þitt email og lykilorð.
Þegar þinn aðgangur hjá Bemar er stofnaður er þér sendur linkur fyrir þína innskráningu, ef þú glatar linknum þá getur þú einfaldlega bætt /postur fyrir aftan þitt lén og smellt á áfram eða enter og veður þú fluttur/flutt á réttan stað (fyrir Bemar/Google pósthólf setur þú /mail).
Þinn linkur fyrir innskráningu: þittlén/postur eða td. https://þittlén.is/postur – ATH muna að setja þitt lén í staðin fyrir þittlén.is!
––
–
Fyrir þá sem kjósa að nota póstforrit sem er á vélinni þinni (Desktop póstur) mælum við með Mozilla Thunderbird, einfalt og þægilegt póstforrit á íslensku. Smellið hér til að sækja forritið.
Í flestum tilfellum er nóg að setja inn þitt email og lykilorð bæði fyrir Thunderbird og td. Outlook, forritið setur sjálft upp rest en þá velur kerfið oftast IMAP sem samstillir póstinn vefpósti (netþjóni). Er því mjög áríðandi er ef þið viljið ekki láta póstinn samstillast vefpóstinum (netþjóni) að velja Handvirkar stillingar þegar nýr póstur er settur upp og velja þar POP3 til að hala pósti niður án þess að hann sé samstilltur saman við stöðu á vefpósti (netþjóni). Þetta er nauðsýnlegt til að geyma td. stórar sendingar á tölvunni en ekki á netþjóni.
Leiðbeiningar fyrir uppsetningar, sjá hér fyrir neðan:
Veljið POP3 (geyma póst í vélinni) og í sama glugga neðst smellið á “Handvirkar stillingar” til að setja inn POP3 tengi upplýsingar.
Dulkóðunar tenging (SSL).
Innsent: POP3 bemar2.bemar2.is 995 SSL/TLS
Útsent: SMTP bemar2.bemar2.is 465 SSL/TLS
Smellt á “Prófa aftur” og næst á “Ljúka”.
Til að stilla ýmis atriði og að láta þína tölvu tæma póstþjón er smellt á línurnar þrjár efst í hægra horni (Birta forritavalmynd). Veljið “Valkostir” og þar “Stillingar reiknings” og þar er smellt á “Stillingar netþjóns”. Veljið daga fjölda til að geyma póst á netþjóni og takið hakið fyrir “Þangað til að ég eyði þeim” eða sleppið alveg að skilja póst eftir á netþjóni, takið þá hakið við “Skilja póst eftir á netþjóni”. Smellið að lokum á “Í lagi”.
Póst uppsetning fyrir önnur forrit. Secure SSL/TLS uppsetning:
Secure connection (SSL).
Incoming Server: bemar2.bemar2.is (POP3 Port: 995, eins er hægt að nota IMAP Port:993 til að samtengja virkni)
Outgoing Server: bemar2.bemar2.is (SMTP Port: 465)
Nánar um þegar póstur er hýstur á þinni vél og öryggisafrit á netþjóni.
Destktop pósturinn sem við ræðum um hér ofar og mælum td. með Mozilla Thunderbird forriti til að skoða og senda með getur verið góður kostur fyrir þá sem vilja eiga afrit af öllum póst langt aftur í tímann. Til að gera þetta á markvissan hátt getur þú stillt í forritinu hversu langan tíma póstþjóninn hjá Bemar á að geyma afrit af póstinum, til að eiga öryggisafrit annars staðar en á tölvunni þinni getur þú stillt forritið þannig að þú geymir td. 3 vikur (eða hvað sem hentar eftir umfáni pósts) á póstþjóninum en átt allan póst á þinni vél. Með þessu móti er ekki þörf á að kaupa auka geymslupláss fyrir póst á netþjóninum en þú átt engu að síður til öryggisafrit þar fyrir síðustu vikur sem eru væntanlega alltaf mikilvægastar. Þeir sem eru ekki sérstaklega stórtækir í póstsendingum og taka stöku sinnum til í sínu pósthólfi dugar vel í flestum tilfellum að nota eingöngu vefpóstinn og því engin þörf að setja upp póstforrit á þína vél. Eins er að sjálfsögðu hægt að stækka nánast endalaust þitt geymslupláss á netþjóni fyrir sanngjart gjald, best að senda inn fyrirspurn varðandi það.