Straumur Greiðslusíðu hjá Bemar er hægt að nota fyrir alla gististaði.
Ferlið er öruggt og allt skráð, hefbundið er að flytja gest beint í greiðsluferli hjá Straumur en þú getur valið að gestur staðfesti vefpóst fyrir greiðslu til að tryggja samskipti.
Gestur fær bæði staðfestingu frá Straumur og Gististað.
Gististaður fær staðfestingar frá Straumur og sínu bókunarkerfi þegar bókun er staðfest og komin virk í bókunarkerfið.
Greiðslur skrást sjálfvirkt í bókun sem fær stöðu staðfest við greiðslu, sé greiðsla ekki kláruð er bókun óstaðfest og ekki virk.
Greiðsluhnapp er líka hægt að virkja fyrir Straum Greiðslugátt. Gististaður getur þá gert bókun td. með stöðu Request og sent Gest greiðsluhnapp, klári Gestur að borga fær bókun sjálfvirkt stöðu Confirmed og greiðsla skráist í bókun.
Til að virkja þína samtengingu við Straumur (Greiðslusíða) hafið samband bemar@bemar.is