Því miður verður sennilega aldrei hægt að koma 100% í veg fyrir yfirbókanir en sem betur fer er það sjaldgæft.

Bemar sameinar lager og verð hjá þínum söluaðilum og getur þú ávalt borið saman lager stöðu og á hún ávalt að vera alveg eins og þú sérð í Bemar hjá öllum þínum söluaðilum (sjá viðkomandi stjórnborði).

Þó lagerstaða sé samtengd um Bemar þá hefur hver söluaðili sitt sölukerfi og getur margt gerst þar sem getur valdið yfirbókun hjá viðkomandi söluaðila þó lagerstaða sé komin í núll í Bemar. Td. er Booking.com og Expedia með stórt sölukerfi um allan heim og hundruðir endursöluaðila sem allir sækja lagerstöðu til síns samstarfsaðila eins og Booking.com og getur eðlilega verið erfitt fyrir þeirra sölukerfi að tryggja að allir séu ávalt með rétta lagersöðu á hverju sekúndu broti.

Eins er mikilvægt að hafa í huga að fara 100% eftir reglum viðkomandi söluaðila og má td. ekki breyta bókun í Bemar og merkja td. afbókaða frá endursöluaðilum, það verður að fara fram hjá viðkomandi söluaðila sem svo merkir bókanir afbókaðar eða breytt sjálfvirkt í Bemar.

Bemar gerir ávalt allt sem hægt er að gera frá okkar hugbúnaði til að koma í veg fyrir yfirbókanir og hugbúnaður uppfærður daglega. En að öðru leyti er Bemar ekki þátttakandi í viðskiptum á milli gististaða og þeirra endursöluaðila heldur hlutlaus tækniþjónusta sem selur ekki gistingu né þiggur prósentu af viðskiptum gististaða og sölufyrirtækja.Thursday, September 29, 2022

« Til baka