Hvernig veist þú hvort þín heimasíða telst símavæn, þegar þú opnar heimasíðu í síma þá á hún að raða sér upp á annan hátt en td. þegar þú opnar hana á hefbundnum tölvuskjá. Þetta er til þess að innihald texti og annað verði aðgengilegra á smáum skjá og texti þá oftast nánast í raunstærð og vel lesanlegur. Google hefur lagt mikla áherslu á þetta og bjóða þeir einfalt próf https://www.google.com/webmasters/tools/mobile-friendly/ þar sem þú setur inn þitt lén og færð niðurstöðu um hvort þín heimasíða teljist símavæn.

Bemar notast mest við WordPress vefumsjónarkerfi en það hentar mjög vel til að aðlaga þína heimasíðu að hinum ýmsu stýrikerfum tækjum og skjáum sem er verið að nota, gæta þarf vel að því að grunnurinn sem er notaður sé skrifaður fyrir þessa virkni sem og viðbætur. Þær vefsíður sem eru ekki settar upp í vefumsjónarkerfi setjum við upp í þrem stærðum og látum hugbúnaðinn kanna skjástærð og opna síðuna í þeirri stærð sem hentar skjástærð.

Símavæn heimasíðaWednesday, March 30, 2016

« Til baka